Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

mánudagur, júlí 12, 2004

Skýrsla um pylsuát í Eistlandi


Eistlendingar hafa löngum verið miklir pylsuaðdáendur, þó þeir vilji nú fremur snæða kana. Pylsur má fá um allt Eistland, en þó er sérstaklega hentugt að snæða þær á svokölluðum STATOIL, en það eru hinir Eistnesku staðgenglar Select. Á STATOIL má fá ýmsar gerðir af pylsum, hinn týpíska Frankenfurter, Tex Mex pylsur og fleiri girnilegar gerðir af pylsum. Nú svo má einnig velja um gerðir sósa til að bragðbæta annars unaðslegar pylsurnar.
Þó er samt mikil vöntun á selectstöðum á Eistlandi, en þá má þó finna í Finnlandi, nágrannalandi Eistlands. Heimildarmenn mínir segja mér að Select hafi þó verið til í Eistlandi, en hafi farið á höfuðið, vegna mikillar velgengni STATOIL. "Statoil is simply much better" -Marika Heitur


Sendiherrar Selectklúbbsins í Eistlandi ákváðu að hætta sér inn á þennan eldheita samkeppnisstað Selects, STATOIL, til að kanna hvernig landið liggur, og hvort pylsurnar þar samsvari gæðum þeirra ljúffengu svínagöndla sem hægt er að snæða á Select. Við nánari athugun komust þeir að því að pylsurnar voru enganvegin af sömu gæðum, þrátt fyrir að vera með hinum ljúffengu sósum og bornar fram í brauði, sem verður að fallast áað sé ívið hentugara og snyrtilegra en gómsætt brauðið hér heima. Ekki var boðið upp á kartöflusalat (ee. -Kartul Salat) sem meðlæti, né heldur beikon (ee. - peekon), sem óneytanlega dróg úr gæðastaðli pylsanna (ee.- vorst). Hákon Chopin Jónsson Bjarnason lýsir þessu sem svo; "ekki nógu góðar" og vill Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir koma á framfæri að henni þyki "þetta léleg tilraun hjá STATOIL til að sölsa undir sig viðskiptaveldi Select".
En ekki er öll nótt úti enn og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var bærilega ætan mat að finna í Eistlandi ef grant var skoðað og ekki kostaði hann stóran skildinginn, sem er einkar vænlegt og gott fyrir þá selectmeðlimi sem ekki vinna. *hóst*hildur*/hóst*.
Sendiherrarnir mæla því með því að selectpylsuunnendur haldi sig á klakanum, ef þeir þora ekki að hætta á að þeir tapi styrk sínum og matarlyst ef þeir neyta ekki pylsanna frægu er kenndar eru við Select í svolítinn tíma.

Head Aega