Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

miðvikudagur, júní 16, 2004

Nýjustu fréttir

Formanni Select-klúbbsins barst dularfullur pakki á dögunum. Hann var frá markaðskonu Skeljungs og var virkilega rausnarlegt framhald af vingjarnlegum bréfaskriftum milli formanns og hennar. Í þessum bréfum útskýrði formaður starfsemi klúbbsins nánar fyrir vinkonu sinni í markaðsdeild og vinkonan sýndi ómetanlegan áhuga og kom með virkilega kærleiksríkar athugasemdir.

Í pakkanum var (og ég kvóta í meðfylgjandi bréf):
-Lítið útvarpstæki til að festa á mælaborð sv að hægt sé að hlusta á Selectaugsýsingar á leið í verlsunina.
-Select bolli fyrir gómsætt kaffi frá Te og Kaffi í Selectverslunum Shell.
-Shellmerktur sundbolti til að leika sér með í sundi þar sem Shell er með þér alla leið.
-3000 króna eldsneytisúttekt svo að klúbbmeðlimir komist á milli Selectverslana.

Já svona var nú það og ég vil bara þakka henni Guðnýju Rósu kærlega fyrir þennan skemmtilega og óvænta glaðning og ég ábyrgist að kúbbmeðlimir muni njóta virkilega góðs af þessum gjöfum. Takk.

Gleðilegan þjóðhátíðadag kæru unnendur.