Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

laugardagur, júní 26, 2004

Lægð

Nú mun klúbbastarf í þágu Select liggja í þónokkurri lægð í þónokkurn tíma þar sem klúbbmeðlimir eru margir hverjir erlendis. Aðalbílstjóri, Ritari, Tónlistarstjóri og óbreytt Anna eru öll í Eistlandi að rannsaka kóra og grundvöll fyrir Íslenskar Select pylsur þar. Hæstvirtur formaður, Katrín og ég sjálf heldur til Danaveldis, land pulsnanna.



Ég vil biðja þá sem heima sitja að fjölmenna á Select og fá sér eina með kartöflusalati og finna gleðina og fituna sem stífla ósæðarnar og valda þessum sérstaka sting sem lagar öll sálarmein undir eins og við í Select-klúbbnum elskum meira heldur en pepsi-vængina okkar.


Farið í friði.