Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

föstudagur, júlí 30, 2004

Ég elska select, og sveittu pulsurnar...

Í gær gerðist sá óhugnalegi atburður að nokkrir meðlimir Selectklúbbsins fengu veður að því að hérlendis væri einmitt starfræktur annar selectklúbbur. Ja, ég er ekki að fífla ykkur kæru vinir, fleiri hafa lagt í að stofna klúbb, nauðalíkan okkar. Klúbbur þessi samanstendur víst af um tíu ungum karlmönnum, er stunda það að heimsækja Select er stendur í Öskjuhlíðinni. Þó höfum við ekki heyrt um að drengir þessir hafi lagt jafn mikið í sína klúbbastarfsemi, en þeir eru víst ekki með titla, heimasíðu eða reglugerðir. Ekki bjóða þeir heldur upp á nærbuxur með selectlogoi eða annan söluvarning, sem segir sitt um alvöruleika þessa klúbbs. Því kæru vinir, select er ekkert grín, heldur háalvara!

Lengi lifi select!

Heimildir okkar hafa látið okkur í té mynd þessa af formanni hins karllega selectklúbbs. Ekki er hann frýnilegur kauði þessi.