Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

miðvikudagur, maí 25, 2005

Selectklúbburinn hefur verið lagður niður...

...sökum fituprósentstuðuls stofnenda.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Efasemdir

Hvað er ég að gera sjálfri mér? Er þetta ekki of sjúkt? Að stofna klúbb í kringum ofsafengið pulsuát.

Einu sinni var sagt við mig: "Katrín, er þetta ekki bara ekki botninn. Að stofna klúbb og titla sjálfa þig formann. Ef þetta er ekki hápunktur valdasýki þinnar þá veit ég ekki hvað."

Ég vil ekki vera svona. Ekki sitja og bíða og vooooonaa:




Takk kærlega fyrir.

Select-klúbburinn - þar sem allir eru á útopnu.

föstudagur, júlí 30, 2004

Ég elska select, og sveittu pulsurnar...

Í gær gerðist sá óhugnalegi atburður að nokkrir meðlimir Selectklúbbsins fengu veður að því að hérlendis væri einmitt starfræktur annar selectklúbbur. Ja, ég er ekki að fífla ykkur kæru vinir, fleiri hafa lagt í að stofna klúbb, nauðalíkan okkar. Klúbbur þessi samanstendur víst af um tíu ungum karlmönnum, er stunda það að heimsækja Select er stendur í Öskjuhlíðinni. Þó höfum við ekki heyrt um að drengir þessir hafi lagt jafn mikið í sína klúbbastarfsemi, en þeir eru víst ekki með titla, heimasíðu eða reglugerðir. Ekki bjóða þeir heldur upp á nærbuxur með selectlogoi eða annan söluvarning, sem segir sitt um alvöruleika þessa klúbbs. Því kæru vinir, select er ekkert grín, heldur háalvara!

Lengi lifi select!

Heimildir okkar hafa látið okkur í té mynd þessa af formanni hins karllega selectklúbbs. Ekki er hann frýnilegur kauði þessi.

mánudagur, júlí 12, 2004

Skýrsla um pylsuát í Eistlandi


Eistlendingar hafa löngum verið miklir pylsuaðdáendur, þó þeir vilji nú fremur snæða kana. Pylsur má fá um allt Eistland, en þó er sérstaklega hentugt að snæða þær á svokölluðum STATOIL, en það eru hinir Eistnesku staðgenglar Select. Á STATOIL má fá ýmsar gerðir af pylsum, hinn týpíska Frankenfurter, Tex Mex pylsur og fleiri girnilegar gerðir af pylsum. Nú svo má einnig velja um gerðir sósa til að bragðbæta annars unaðslegar pylsurnar.
Þó er samt mikil vöntun á selectstöðum á Eistlandi, en þá má þó finna í Finnlandi, nágrannalandi Eistlands. Heimildarmenn mínir segja mér að Select hafi þó verið til í Eistlandi, en hafi farið á höfuðið, vegna mikillar velgengni STATOIL. "Statoil is simply much better" -Marika Heitur


Sendiherrar Selectklúbbsins í Eistlandi ákváðu að hætta sér inn á þennan eldheita samkeppnisstað Selects, STATOIL, til að kanna hvernig landið liggur, og hvort pylsurnar þar samsvari gæðum þeirra ljúffengu svínagöndla sem hægt er að snæða á Select. Við nánari athugun komust þeir að því að pylsurnar voru enganvegin af sömu gæðum, þrátt fyrir að vera með hinum ljúffengu sósum og bornar fram í brauði, sem verður að fallast áað sé ívið hentugara og snyrtilegra en gómsætt brauðið hér heima. Ekki var boðið upp á kartöflusalat (ee. -Kartul Salat) sem meðlæti, né heldur beikon (ee. - peekon), sem óneytanlega dróg úr gæðastaðli pylsanna (ee.- vorst). Hákon Chopin Jónsson Bjarnason lýsir þessu sem svo; "ekki nógu góðar" og vill Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir koma á framfæri að henni þyki "þetta léleg tilraun hjá STATOIL til að sölsa undir sig viðskiptaveldi Select".
En ekki er öll nótt úti enn og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var bærilega ætan mat að finna í Eistlandi ef grant var skoðað og ekki kostaði hann stóran skildinginn, sem er einkar vænlegt og gott fyrir þá selectmeðlimi sem ekki vinna. *hóst*hildur*/hóst*.
Sendiherrarnir mæla því með því að selectpylsuunnendur haldi sig á klakanum, ef þeir þora ekki að hætta á að þeir tapi styrk sínum og matarlyst ef þeir neyta ekki pylsanna frægu er kenndar eru við Select í svolítinn tíma.

Head Aega

laugardagur, júní 26, 2004

Lægð

Nú mun klúbbastarf í þágu Select liggja í þónokkurri lægð í þónokkurn tíma þar sem klúbbmeðlimir eru margir hverjir erlendis. Aðalbílstjóri, Ritari, Tónlistarstjóri og óbreytt Anna eru öll í Eistlandi að rannsaka kóra og grundvöll fyrir Íslenskar Select pylsur þar. Hæstvirtur formaður, Katrín og ég sjálf heldur til Danaveldis, land pulsnanna.



Ég vil biðja þá sem heima sitja að fjölmenna á Select og fá sér eina með kartöflusalati og finna gleðina og fituna sem stífla ósæðarnar og valda þessum sérstaka sting sem lagar öll sálarmein undir eins og við í Select-klúbbnum elskum meira heldur en pepsi-vængina okkar.


Farið í friði.

þriðjudagur, júní 22, 2004

Saving privat Anna

Í gærnótt var Anna Tryggvadóttir vígð inn í klúbb þann er kenndur er við Select. Anna hlaut víglsu þessa þar eð hún er einstaklega skemmtileg, ágætis plöggari, skörungur mikill, áhugasöm og lystamikil. Ennfremur er hún gjafmild og splæsti á alla meðlimi klúbbsins ís að pylsuáti loknu.
Vígsluferð þessi var hin ánægjulegasta enda allir meðlimir með í för, jafnt óbreyttir, sem og formenn (-sjaldséðir hvítir hrafnar). Selectstaður kvöldisins var Smáralindin, þar eð sá staður er sem mest miðsvæðis þegar félagar frá Seltjarnarnesi, Álftanesi og Breiðhotli eiga í hlut.

Viljum við bjóða óbreytta Önnu velkomna og þakka henni kærlega fyrir rjómaísinn (sem er á tilboði; 99kr!)

miðvikudagur, júní 16, 2004

Nýjustu fréttir

Formanni Select-klúbbsins barst dularfullur pakki á dögunum. Hann var frá markaðskonu Skeljungs og var virkilega rausnarlegt framhald af vingjarnlegum bréfaskriftum milli formanns og hennar. Í þessum bréfum útskýrði formaður starfsemi klúbbsins nánar fyrir vinkonu sinni í markaðsdeild og vinkonan sýndi ómetanlegan áhuga og kom með virkilega kærleiksríkar athugasemdir.

Í pakkanum var (og ég kvóta í meðfylgjandi bréf):
-Lítið útvarpstæki til að festa á mælaborð sv að hægt sé að hlusta á Selectaugsýsingar á leið í verlsunina.
-Select bolli fyrir gómsætt kaffi frá Te og Kaffi í Selectverslunum Shell.
-Shellmerktur sundbolti til að leika sér með í sundi þar sem Shell er með þér alla leið.
-3000 króna eldsneytisúttekt svo að klúbbmeðlimir komist á milli Selectverslana.

Já svona var nú það og ég vil bara þakka henni Guðnýju Rósu kærlega fyrir þennan skemmtilega og óvænta glaðning og ég ábyrgist að kúbbmeðlimir muni njóta virkilega góðs af þessum gjöfum. Takk.

Gleðilegan þjóðhátíðadag kæru unnendur.


laugardagur, júní 12, 2004

Formannsskækjan Anna

Svo heppilega vildi til að haldið var upp á kærleika og frið kórfélaga kórs Menntaskólas við Hamrahlíð í gær. Þar voru staddir allir titilsriddarar klúbbsins, Anna Tryggvadóttir og allir hinir í kórnum og úr miðju kórpartíi var haldið á Select í fullrar Önnu hópi.
Þessi ferð er ekki frásögum færandi, öll fengum við okkur það sama og síðast. Hæstvirtur formaður, Katrín fékk sér ostapulsu og Hákon og Inga fengu sér eina beikonvafða. Hildur fékk sér banana. Óbreytt Anna Tryggvadóttir fékk sér sígarettur og tonic.
Gestameðlimurinn Anna var vel kennd og talaði heil ósköp af fullkomlega óskiljanlegu rugli. Hún skildi fæst sem fór fram okkar á milli og spurði óteljandi spurninga sem ekki verða tíundaðar hér. Einnig var hún bráðskemmtileg, fyndin og gríðarlega fögur. Select-klúbburinn var kysstur margoft af þessari rauðhærðu ofurkonu en Hákon heldur þó ennþá metinu innan klúbbsins.
Þegar leið á ferðina og pulsurnar hurfu inn í galopna munna fundargesta byrjaði óbreytt Anna að minnast á hvort að hún gæti ekki fengið inngöngu í umræddan klúbb en bætti því fljótlega og laumulega við hvort að hún gæti ekki fengið titil og ábyrgðarhlutverk um leið. Hæstvirtur formaður brást illa við enda æst í að verja titil sinn. Anna lýsti því þá yfir að hún hafi aldrei verið óbreyttur meðlimur í einum né neinum klúbb hér á landi og þó víðar væri leitað! Hæstvirtur formaður, sem var þá löngu brostin í grát, horfði grimmdarlega í gegnum tárin á óbreytta Önnu og sagði henni hæðnislega að það væri þá kannski tími til kominn að hún prófaði að vera meðaljón eða anna. Óbreytt Anna trúði ekki sínum eigin grænu eyrum og gekk hnarreist út úr bensínstöðinni og beið út í bíl talandi við sjálfa sig um að hún væri með símanúmerið hjá Steingrími Joð og að hún gæti gert hvað sem hún vildi og að stelpukraftur væri það sem þyrfti.



Þakkir ferðarinnar:
-Anna Tryggvadóttir, fyrir að vera með eindæmum skemmtileg og verða ekki reið þó að sögur af ferðinni verði stórlega ýktar og ósannar.
-Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, fyrir að vera til.
-Guðmundur Einar, fyrir dásamleg fundarstjórastörf.
-Pulp Fiction, fyrir að vera góð mynd.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Jón og Egill

Prufuferð tveggja kandidata Select-klúbbsins, þeirra Jóns eldhressa og Egils Ölgerð heppnaðist að öllu leiti afskaplega vel. Staðurinn var Kópavogur og tíminn var eitthvað um miðnætti. Við hittumst á planinu fyrir framan, formaður, aðalbílstjóri (reyndar ekki keyrandi), ritari, tónlistarstjóri (keyrandi) og nýliðarnir tveir Jón og Egill (sem var okkur til mikillar gleði á bíl.

Það var óvenjulega mikið að gera á Select í Kópavogi enda vorum við óvenju snemma á ferðinni. Stór og skemmtilegur maður afgreiddi okkur.

Katrín formaður fékk sér ostapulsu með steiktum lauk og kartöflusalati. Hún drakk kók og smakkaði hotdogdressing í fyrsta sinn. Hún var yfir sig hrifin þó að stóri maðurinn hafi verið örlítið nískur á salatið.

Inga aðalbílstjóri og kona fékk sér eina beikonvafða með salati og steiktum. Hún fór einnig nýjar slóðir og skellti smá Chilisósu á pulluna ásamt lystilega snyrtilegu sinnepi. Hún flippaði líka alveg undir lokin og frussaði smá Relish á hina beikonvöfðu.

Hildur ritaramella ákvað að segja stopp og fékk sér kók og banana. Það var spaugilegt.

Hákon megahunk flippaði gjörsamlega yfir strikið og gæddi sér á beikonvafðri pylsu með rækjusalati, steiktum, relish, hotdog dressing, chilli sósu og sinnepi. Augu okkar stóðu á stilkum enda er Hákon einstaklega flippaður náungi.

Óbreyttur Jón snéri gjörsamlega við blaðinu og pantaði langborgara. Hann skreytti hann með ýmsum sósum, svo mörgum að ekkert okkar hafði tölu á því. Hann fær 14 stig fyrir frumleika og 14 stig fyrir skemmtanagildi. Hann fær einnig 14 stig fyrir gífurlega sláandi útlit.

Óbreyttur Egill fylgdi fast á hæla félaga síns og skellti sér á langborgarann. Hann var einnig gríðarlega hugrakkur í sósuvali sínu og það er greinilegt að við eigum mögulega von á mjög fersku blóði inní klúbbinn. Hann hlýtur einnig 14 stig fyrir glæsileika og 16 stig fyrir ljósa lokka.

Ferð þessi einkenndist af hlátrasköllum, súkkulaðisósu, kappakstri, kerruakstri, fjöri, nýjungum, brjóstum og rúðupissi. Mitt mat er það að þetta hafi verið skemmtilegasta Select-ferð sem ég hef farið í og þó víðar væri leitað. Nýliðarnir voru fullir af losta og girnd og ég hef þeim fullt hús stiga fyrir sóðalegt athæfi á göngum skólans.

Nú er þessari innihaldsríku Select frásögn lokið.

Ég ætla að minna alla á að það er nótt og á næturna verður maður skrýtin og segir orð eins og girnd sem eiga alls ekki við. Ég vil einnig minna á þjónustuvef okkar, sem selur gæða fatnað á góðu verði. Þetta eru snið sem eru að sjást á sýningarpöllum í París og Mílanó og Tækvandó og Everwood, sum sé hott stöff.

Góða nótt og góða ostapulsu.

laugardagur, júní 05, 2004

Reglugerð Select-klúbbsins

1. Af samgöngutækjum:
1.1. Eini ásættanlegi fararskjóti fyrir þessar ferðir eru bifreiðir.
1.2. Farþegum tilfallandi samgöngutækis ber að gæta ítrustu varúðar þegar við kemur umgengni og hegðun innan bifreiðar. Kartöflusalat í sætisáklæði eða laust bílbelti getur varðað brottrekstri og sekt.
1.3. Farþegum tilfallandi samgöngutækis ber að slá saman í sjóð, hér með kallaður Hinn Opinberi Eldsneytissjóður, ef eldsneyti á bifreið vantar og skipta bróðurlega á milli sín kosnaði.
1.4. Farþegar eiga alltaf sín föstu sæti. Formaður skal ávalt sitja í framsæti, nema að um sé að ræða að annar en aðalbílstjóri aki bílnum. Sé málum svo háttað skal aðalbílstjóri sitja í fremsta sæti vinstra megin.

2. Af almennum réttindum meðlima:
2.1. Meðlimur, burt séð frá heildartíma hans í klúbbnum eða valdastöðu, hefur alltaf rétt til að hafna Selectferð hvort sem það er til að halda áfram svefni eða öðrum persónulegum gjörðum. Hins vegar hafa aðrir meðlimir rétt til þess að bæði vekja meðlimi á næturnar og nöldra í neitandi meðlimum.
2.2. Einungis Hæstvirtur Formaður og Hæstvirtur Aðalbílstjóri hafa rétt til að reka meðlimi eða ákvarða tilkallandi refsingar fyrir háa neitunartíðni eða brot á reglum.
2.3. Vígsluathöfn fer fram á Selectútibúi næst heimili hins vígða og verður sá vígði að ákveða Select-nafnbót sína ásamt einkennispulsu.

3. Af helstu valdastöðum:
3.1. Formaður Select-klúbbsins er sjálfskipaður hverju sinni og nýr formaður verður ekki skipaður að nýju fyrr en þáverandi formaður lætur af störfum vegna offitu eða flippminnkunnar í hjarta. Fyrsti formaður Select-klúbbsins er Katrín Björgvinsdóttir, MSN: katrinbje@hotmail.com.
3.2. Aðalbílstjóri Select-klúbbsins sér um flutninga til og frá heimilum meðlima og að næsta útibúi. Aðalbílstjóri fer með mestu völdin innan klúbbsins ásamt formanni og þá stöðu skipar Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, MSN: ingaausa@hotmail.com.
3.3. Ritari Select-klúbbsins heldur utan um allar bóklegar upplýsingar, meðlimaskrá og hefur í fórum sér kort af öllum útibúum select. Hildur Ploder skipar þessa stöðu, msn: hildurvigfusdottir@hotmail.com
3.4. Tónlistarstjóri Select-klúbbsins sér um að semja sérstakan klúbbssöng Select-klúbbsins. Hann sér um að velja tónlist til að hlusta á í því farartæki sem sér um flutning að útibúi select, (sjá reglur um samgöngur, grein 1). Tónlistarstjóri er að þessu sinni Hákon Bjarnason, MSN: hakonbj@hotmail.com

4. Af inntökuskilyrðum nýrra meðlima:
4.1. Umsækjandi verður að búa á höfuðborgarsvæðinu (Álftanes er höfuðborgarsvæði).
4.2. Umsækjandi verður að borða kjöt og búa yfir tiltekinni fjárupphæð til að kosta ferðir og æti.
4.3. Umsækjandi verður að vera hlynntur næturbrölti (þó einungis í þeim skilningi sem formaður og aðalbílstjóri leggja í orðið).
4.3. Umsækjandi verður annað hvort að vera tilbúinn í símtöl um nætur eða hafa aðgang að MSN á næturnar.
4.4. Umsækjandi verður að hafa aðgang að að minnsta kosti einum náttbuxum og vera tilbúinn til að fara út á meðal almennings í þeim.
4.5. Umsækjandi þarf að gangast undir reynsluferð á Select. Umsækjandi fær ekki að vita hvaða dag eða hvaða tíma sólarhringsins ferðin er farin, en þarf ávalt að vera viðbúinn. Umsækjandi verður að standa sig óaðfinnanlega í téðri ferð.
4.6. Umsækjandi verður að uppfylla margs konar önnur skilyrði sem ekki verða tíunduð hérna en uppgötvuð um leið og umsóknir flæða inn.

5. Víglsa nýrra meðlima
5.1. Nýjir meðlimir eru vígðir í næturferð á Select.
5.2. Vígsla er skipulögð af gildum meðlimum í Select-Klúbbnum og skal leitast við að gera reynsluna eftirminnilega og skemmtilega fyrir nýja meðliminn.
5.3. Hvers kyns ofbeldi, líkamlegt eða andlegt er óheimilt í vígslu þessari.

6. Af kurteisi og virðingu við fyrirtækið Select.
6.1. Aldrei má koma fram við starfsfólk Select af óvirðingu eða ókurteisi. Bjóða skal gott kvöld áður en pantað er.
6.2. Aldrei skal skilja eftir bréfþurrkur, tóm ílát, puslubréf matarafganga eða umbúðir eftir á þar til gerðum borðum verslunarinnar.
6.3. Aldrei skal svindla eða stela nokkru úr Selectútibúi.
6.4. Þegar staðurinn er yfirgefin skulu meðlimir Select-klúbbsins bjóða starfsmönnum Select góða nótt.

Select-klúbburinn hefur verið stofnaður!

Verið velkomin að fræðast um select-klúbbinn og meðlimi hans!