Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

þriðjudagur, júní 22, 2004

Saving privat Anna

Í gærnótt var Anna Tryggvadóttir vígð inn í klúbb þann er kenndur er við Select. Anna hlaut víglsu þessa þar eð hún er einstaklega skemmtileg, ágætis plöggari, skörungur mikill, áhugasöm og lystamikil. Ennfremur er hún gjafmild og splæsti á alla meðlimi klúbbsins ís að pylsuáti loknu.
Vígsluferð þessi var hin ánægjulegasta enda allir meðlimir með í för, jafnt óbreyttir, sem og formenn (-sjaldséðir hvítir hrafnar). Selectstaður kvöldisins var Smáralindin, þar eð sá staður er sem mest miðsvæðis þegar félagar frá Seltjarnarnesi, Álftanesi og Breiðhotli eiga í hlut.

Viljum við bjóða óbreytta Önnu velkomna og þakka henni kærlega fyrir rjómaísinn (sem er á tilboði; 99kr!)