Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

laugardagur, júlí 17, 2004

Eagle-eye



Enn bætist í hóp tryggra Select aðdáenda, Egill "eagle-eye" Halldórsson var vígður ekki alls fyrir löngu að viðstöddum Jakobi "T-boy", Hildi og Ingu. Við krýningu fór Egill alla leið, og torgaði einum langborgara með óteljandi tegundum af sósum og fór létt með. Egill hefur margt til brunns að bera þar á meðal mikla flipphæfileika, bílpróf, afskaplega litla fituprósentu í líkamanum og getur því borðað margar pulsur með góðri samvisku. Bróðir Egill þyrfti að bæta álit sitt á klúbbnum þar sem hann á það til að skammast sín fyrir Select fyrir framan vini hans sem stunda salatbar Eika. Egill neitaði einnig að koma með Ungfrú Ploder á Select í austurríki þar sem Hildur hafði hugsað sér að sýna fram á hvað Select er alþjóðlegt taka nokkrar myndir fyrir myndaalbúm klúbbsins, en nei, hann neitaði. Honum eru þessi litlu atvik eð sjálfsögðu fyrirgefin en er vinsamlegast beðin að útskýra þessa litlu fídusa fyrir yfirvaldinu. En Egill er boðin velkomin.