Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

laugardagur, júní 05, 2004

Reglugerð Select-klúbbsins

1. Af samgöngutækjum:
1.1. Eini ásættanlegi fararskjóti fyrir þessar ferðir eru bifreiðir.
1.2. Farþegum tilfallandi samgöngutækis ber að gæta ítrustu varúðar þegar við kemur umgengni og hegðun innan bifreiðar. Kartöflusalat í sætisáklæði eða laust bílbelti getur varðað brottrekstri og sekt.
1.3. Farþegum tilfallandi samgöngutækis ber að slá saman í sjóð, hér með kallaður Hinn Opinberi Eldsneytissjóður, ef eldsneyti á bifreið vantar og skipta bróðurlega á milli sín kosnaði.
1.4. Farþegar eiga alltaf sín föstu sæti. Formaður skal ávalt sitja í framsæti, nema að um sé að ræða að annar en aðalbílstjóri aki bílnum. Sé málum svo háttað skal aðalbílstjóri sitja í fremsta sæti vinstra megin.

2. Af almennum réttindum meðlima:
2.1. Meðlimur, burt séð frá heildartíma hans í klúbbnum eða valdastöðu, hefur alltaf rétt til að hafna Selectferð hvort sem það er til að halda áfram svefni eða öðrum persónulegum gjörðum. Hins vegar hafa aðrir meðlimir rétt til þess að bæði vekja meðlimi á næturnar og nöldra í neitandi meðlimum.
2.2. Einungis Hæstvirtur Formaður og Hæstvirtur Aðalbílstjóri hafa rétt til að reka meðlimi eða ákvarða tilkallandi refsingar fyrir háa neitunartíðni eða brot á reglum.
2.3. Vígsluathöfn fer fram á Selectútibúi næst heimili hins vígða og verður sá vígði að ákveða Select-nafnbót sína ásamt einkennispulsu.

3. Af helstu valdastöðum:
3.1. Formaður Select-klúbbsins er sjálfskipaður hverju sinni og nýr formaður verður ekki skipaður að nýju fyrr en þáverandi formaður lætur af störfum vegna offitu eða flippminnkunnar í hjarta. Fyrsti formaður Select-klúbbsins er Katrín Björgvinsdóttir, MSN: katrinbje@hotmail.com.
3.2. Aðalbílstjóri Select-klúbbsins sér um flutninga til og frá heimilum meðlima og að næsta útibúi. Aðalbílstjóri fer með mestu völdin innan klúbbsins ásamt formanni og þá stöðu skipar Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, MSN: ingaausa@hotmail.com.
3.3. Ritari Select-klúbbsins heldur utan um allar bóklegar upplýsingar, meðlimaskrá og hefur í fórum sér kort af öllum útibúum select. Hildur Ploder skipar þessa stöðu, msn: hildurvigfusdottir@hotmail.com
3.4. Tónlistarstjóri Select-klúbbsins sér um að semja sérstakan klúbbssöng Select-klúbbsins. Hann sér um að velja tónlist til að hlusta á í því farartæki sem sér um flutning að útibúi select, (sjá reglur um samgöngur, grein 1). Tónlistarstjóri er að þessu sinni Hákon Bjarnason, MSN: hakonbj@hotmail.com

4. Af inntökuskilyrðum nýrra meðlima:
4.1. Umsækjandi verður að búa á höfuðborgarsvæðinu (Álftanes er höfuðborgarsvæði).
4.2. Umsækjandi verður að borða kjöt og búa yfir tiltekinni fjárupphæð til að kosta ferðir og æti.
4.3. Umsækjandi verður að vera hlynntur næturbrölti (þó einungis í þeim skilningi sem formaður og aðalbílstjóri leggja í orðið).
4.3. Umsækjandi verður annað hvort að vera tilbúinn í símtöl um nætur eða hafa aðgang að MSN á næturnar.
4.4. Umsækjandi verður að hafa aðgang að að minnsta kosti einum náttbuxum og vera tilbúinn til að fara út á meðal almennings í þeim.
4.5. Umsækjandi þarf að gangast undir reynsluferð á Select. Umsækjandi fær ekki að vita hvaða dag eða hvaða tíma sólarhringsins ferðin er farin, en þarf ávalt að vera viðbúinn. Umsækjandi verður að standa sig óaðfinnanlega í téðri ferð.
4.6. Umsækjandi verður að uppfylla margs konar önnur skilyrði sem ekki verða tíunduð hérna en uppgötvuð um leið og umsóknir flæða inn.

5. Víglsa nýrra meðlima
5.1. Nýjir meðlimir eru vígðir í næturferð á Select.
5.2. Vígsla er skipulögð af gildum meðlimum í Select-Klúbbnum og skal leitast við að gera reynsluna eftirminnilega og skemmtilega fyrir nýja meðliminn.
5.3. Hvers kyns ofbeldi, líkamlegt eða andlegt er óheimilt í vígslu þessari.

6. Af kurteisi og virðingu við fyrirtækið Select.
6.1. Aldrei má koma fram við starfsfólk Select af óvirðingu eða ókurteisi. Bjóða skal gott kvöld áður en pantað er.
6.2. Aldrei skal skilja eftir bréfþurrkur, tóm ílát, puslubréf matarafganga eða umbúðir eftir á þar til gerðum borðum verslunarinnar.
6.3. Aldrei skal svindla eða stela nokkru úr Selectútibúi.
6.4. Þegar staðurinn er yfirgefin skulu meðlimir Select-klúbbsins bjóða starfsmönnum Select góða nótt.