Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

miðvikudagur, júní 09, 2004

Jón og Egill

Prufuferð tveggja kandidata Select-klúbbsins, þeirra Jóns eldhressa og Egils Ölgerð heppnaðist að öllu leiti afskaplega vel. Staðurinn var Kópavogur og tíminn var eitthvað um miðnætti. Við hittumst á planinu fyrir framan, formaður, aðalbílstjóri (reyndar ekki keyrandi), ritari, tónlistarstjóri (keyrandi) og nýliðarnir tveir Jón og Egill (sem var okkur til mikillar gleði á bíl.

Það var óvenjulega mikið að gera á Select í Kópavogi enda vorum við óvenju snemma á ferðinni. Stór og skemmtilegur maður afgreiddi okkur.

Katrín formaður fékk sér ostapulsu með steiktum lauk og kartöflusalati. Hún drakk kók og smakkaði hotdogdressing í fyrsta sinn. Hún var yfir sig hrifin þó að stóri maðurinn hafi verið örlítið nískur á salatið.

Inga aðalbílstjóri og kona fékk sér eina beikonvafða með salati og steiktum. Hún fór einnig nýjar slóðir og skellti smá Chilisósu á pulluna ásamt lystilega snyrtilegu sinnepi. Hún flippaði líka alveg undir lokin og frussaði smá Relish á hina beikonvöfðu.

Hildur ritaramella ákvað að segja stopp og fékk sér kók og banana. Það var spaugilegt.

Hákon megahunk flippaði gjörsamlega yfir strikið og gæddi sér á beikonvafðri pylsu með rækjusalati, steiktum, relish, hotdog dressing, chilli sósu og sinnepi. Augu okkar stóðu á stilkum enda er Hákon einstaklega flippaður náungi.

Óbreyttur Jón snéri gjörsamlega við blaðinu og pantaði langborgara. Hann skreytti hann með ýmsum sósum, svo mörgum að ekkert okkar hafði tölu á því. Hann fær 14 stig fyrir frumleika og 14 stig fyrir skemmtanagildi. Hann fær einnig 14 stig fyrir gífurlega sláandi útlit.

Óbreyttur Egill fylgdi fast á hæla félaga síns og skellti sér á langborgarann. Hann var einnig gríðarlega hugrakkur í sósuvali sínu og það er greinilegt að við eigum mögulega von á mjög fersku blóði inní klúbbinn. Hann hlýtur einnig 14 stig fyrir glæsileika og 16 stig fyrir ljósa lokka.

Ferð þessi einkenndist af hlátrasköllum, súkkulaðisósu, kappakstri, kerruakstri, fjöri, nýjungum, brjóstum og rúðupissi. Mitt mat er það að þetta hafi verið skemmtilegasta Select-ferð sem ég hef farið í og þó víðar væri leitað. Nýliðarnir voru fullir af losta og girnd og ég hef þeim fullt hús stiga fyrir sóðalegt athæfi á göngum skólans.

Nú er þessari innihaldsríku Select frásögn lokið.

Ég ætla að minna alla á að það er nótt og á næturna verður maður skrýtin og segir orð eins og girnd sem eiga alls ekki við. Ég vil einnig minna á þjónustuvef okkar, sem selur gæða fatnað á góðu verði. Þetta eru snið sem eru að sjást á sýningarpöllum í París og Mílanó og Tækvandó og Everwood, sum sé hott stöff.

Góða nótt og góða ostapulsu.