Select-klúbburinn

Félag hinna íslensku Select-unnenda

laugardagur, júní 12, 2004

Formannsskækjan Anna

Svo heppilega vildi til að haldið var upp á kærleika og frið kórfélaga kórs Menntaskólas við Hamrahlíð í gær. Þar voru staddir allir titilsriddarar klúbbsins, Anna Tryggvadóttir og allir hinir í kórnum og úr miðju kórpartíi var haldið á Select í fullrar Önnu hópi.
Þessi ferð er ekki frásögum færandi, öll fengum við okkur það sama og síðast. Hæstvirtur formaður, Katrín fékk sér ostapulsu og Hákon og Inga fengu sér eina beikonvafða. Hildur fékk sér banana. Óbreytt Anna Tryggvadóttir fékk sér sígarettur og tonic.
Gestameðlimurinn Anna var vel kennd og talaði heil ósköp af fullkomlega óskiljanlegu rugli. Hún skildi fæst sem fór fram okkar á milli og spurði óteljandi spurninga sem ekki verða tíundaðar hér. Einnig var hún bráðskemmtileg, fyndin og gríðarlega fögur. Select-klúbburinn var kysstur margoft af þessari rauðhærðu ofurkonu en Hákon heldur þó ennþá metinu innan klúbbsins.
Þegar leið á ferðina og pulsurnar hurfu inn í galopna munna fundargesta byrjaði óbreytt Anna að minnast á hvort að hún gæti ekki fengið inngöngu í umræddan klúbb en bætti því fljótlega og laumulega við hvort að hún gæti ekki fengið titil og ábyrgðarhlutverk um leið. Hæstvirtur formaður brást illa við enda æst í að verja titil sinn. Anna lýsti því þá yfir að hún hafi aldrei verið óbreyttur meðlimur í einum né neinum klúbb hér á landi og þó víðar væri leitað! Hæstvirtur formaður, sem var þá löngu brostin í grát, horfði grimmdarlega í gegnum tárin á óbreytta Önnu og sagði henni hæðnislega að það væri þá kannski tími til kominn að hún prófaði að vera meðaljón eða anna. Óbreytt Anna trúði ekki sínum eigin grænu eyrum og gekk hnarreist út úr bensínstöðinni og beið út í bíl talandi við sjálfa sig um að hún væri með símanúmerið hjá Steingrími Joð og að hún gæti gert hvað sem hún vildi og að stelpukraftur væri það sem þyrfti.Þakkir ferðarinnar:
-Anna Tryggvadóttir, fyrir að vera með eindæmum skemmtileg og verða ekki reið þó að sögur af ferðinni verði stórlega ýktar og ósannar.
-Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, fyrir að vera til.
-Guðmundur Einar, fyrir dásamleg fundarstjórastörf.
-Pulp Fiction, fyrir að vera góð mynd.